Mánudagur, 18.2.2008
Íslenska Idolið
Ég er búinn að vera að fylgjast með Bandinu hans bubba og mér finnst þetta tær snilld, en ég fór að hugsa úti Idolið hvað það var mikill djókur og hvað bubbi gerði þetta með miklum stæl, 3 milljónir og plötu samning fyrir sigurverarann.
Hvað fengu þeir sem unnu Idolið, maður hefur ekkert heyrt frá þessu fólki t.d hvað hefur komið frá Kalla Bjarna og Snorra Snorrason, þeir græddu lítið sem ekkert á þessu, eins og fólkið sem er að vinna þessar keppnir í öðrum löndum er set for life, eins og í American Idol ef þú lendir í top4 þá ferðu á 1árs tónleikaferðalag með einhver rosa laun og alvöru stjörnumeðferð, íslendingarnir hefðu einu sinni ekki fengið budget fyrir ferð í kringum landið á línuskautum. Þetta er alveg mest kjánalegt því að þetta voru svo rosalega vinsælir þættir, ég meina hver hérna frétti ekki af Idol party á föstudegi það fylgdust allir með þessu og þeir einu sem græddu á þessu var Stöð 2. Áskriftafjöldinn hefur örugglega fokið upp við þetta.
Allavega þetta er bara mín skoðun, getur vel verið að fólkið hafi fengið einhver spilun, ég hlusta nú ekki mikið á útvarp, en mér finnst að sá sem vinnur "hjörtu" íslensku þjóðarinnar eigi meira skilið en latex hanska í yfirheyrslu herbergi á keflavíkurflugvelli.
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkomin á blööggið, einsog stóra systir þín myndi orða það.
Líst vel á jónu-barna-rock-hero-keppni heima í höfnum, en einungis ef Jóna sjálf fæst til að taka þátt.
ég skal vera á camerunni!
Ég þarf greinilega að kíkja á þennan þátt hjá Bubba. Það er alltaf gaman þegar íslendingum tekst vel til í sjónvarpi, sem er orðið æði oft uppá síðkastið.
Guðbjörg Hafnarbarn (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 10:47
Ég pant vera í dómnefndinni, reyni að vera alveg hlutlaus og dæma ykkur öll í fyrsta sæti því vitaskuld get ég ekki gert upp á milli ykkar Gullinbráar, Thelmuskots, Snúllubúlls og Williamiusar Thomalíusar. Varðandi latexhanskann, þá Willi minn, ef þú brýtur lögin þá á ekki að skipta máli hver þú ert eða hvað þú hefur afrekað.
Bros, 18.2.2008 kl. 21:08
Já auðvita, er alls ekki að neita því, hann hefur enga afsökun fyrir því sem hann gerði, en hann hefði kannski ekki verið í þessari stöðu ef hann hefði fengið eitthvað annað en mínus úr idolinu. En eins og ég segi þetta var engum að kenna nema honum, bara finnst þetta leiðinlegt því ég hafði mjög gaman af honum.
William Thomas Mölller, 18.2.2008 kl. 22:07
já, það var gaman að fylgjast með honum syngja sama lagið aftu og aftur, og líka þegar hann var hranalegur við lítil börn sem vildu eiginhandaráritun.
Nú er ekki eins gaman, ekkert að gerast.
Ég segi (í kaldhæðni, nota bene) sama og Garún; meira drama takk!
Stuðbjörg hafnar drama! (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 17:29
Mér finnst þú svo mikill snillingur bróðir...fyndin en samt með svo mikla empathy (var að læra þetta orð). Fallegur og skemmtilegur.......
Garún, 22.2.2008 kl. 01:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.