Ekkert mál að giska á rétt

Það er verið að gera svo allt of stórt mál úr þessu, að maðurinn hafi vita dráttinn fyrirfram er einum of hæpið það er 100% ástæða á bakvið þetta. T.d segjum að  það eigi að draga í 4 liða úrslit í íslenska bikarnum á eftir og ég myndi vilja giska á réttan drátt.

Liðin sem eru í pottinum.. 

KR
FH
ÍA
Valur

Ekkert mál... Myndi fara inn á spjallborð hjá KR og segja

 KR vs FH
 ÍA vs Valur

Svo myndi ég fara inna spjallborð hjá FH undir öðru nafni og segja.

 FH vs ÍA
 KR vs Valur

Og gera það sama á spjallborði hjá ÍA og segja:

 Valur vs FH
 ÍA vs KR

 Og svo myndi koma á því spjallborði sem ég giskaði á rétt einhverjir auðtrúa bjálfar og segja "HANN VISSI HVERJIR MYNDU MÆTAST HVOR ÖÐRUM.. ÞETTA ER SVINDL.."..

 Þetta er bara lítið dæmi, hann hefur væntanlega hugsað þetta betur út eða notað aðra aðferð.


mbl.is Dularfullir atburðir í tengslum við drátt í Meistaradeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru 8 lið og hann nefndi hvort liðið yrði á heimavelli í fyrri umferðinni og einnig hvaða lið myndu dragast saman í undanúrslitum. vel yfir 100 möguleikar sem hægt er a fá út úr því.

Bjöggi (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 11:20

2 identicon

Bjöggi: Reyndar hljómaði spá hans svona:

Rumour going around draw has been leaked..... this is no doubt rubbish but if Rumour is true it's LFC - arsenal and Chelsea - fenerbache and manure v roma
No bookies will take bets on the draw either.......
Let the draw commence. Comeeee on!

og skv. þessu hitti hann á engan réttan heimaleik af þeim þremur leikjum sem hann tilgreindi.

Það er engin vandi að sýna nokkrum hversu góður spámaður maður er, dæmi:

 Vika 1:
Sendi á 100.000 manns að lið A vinni leik, en 100.000 manns að B vinni leikinn
Lið A vinnur

Vika 2: Sendi núna bara til þeirra sem sem ég sendi að A myndi vinni
Sendi 50.000 af þeim að  Lið C vinni  leikinn og 50.000 manns að lið D vinni leikinn
Lið D vinnur

Vika 3:
Sendi bara til þeirra sem ég sendi að D myndi vinna
Sendi 25.000 þeirra að lið E vinni næsta leik en 25.000 þeirra að lið F vinni leikinn
Lið E vinnur

Geri þetta svo í 10 vikur þá hef ég ca. 200 manns sem ég hef sent rétta spá í 10 leiki í röð, þá sendi ég þeim 10.000 kr. reikning ef þeir vilji fá að vita hvernig næsti leikur fer og helmingurinn tekur vonandi tilboðinu og ég fæ milljón í vasann :)

Baldur (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 12:06

3 identicon

hvaða máli skiptir það líka hvaða lið mætir hverju! ég held með Man Utd. og ég held að við mundum hvort eð er bara taka öll þessi lið ;) :D  liverpool er líka svolítið hrætt við arsenal..

Bryndís (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 14:45

4 identicon

Verða aldrei jafntefli í þessu svindli þínu?

Haukur Óli (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 14:48

5 identicon

Þetta var nú bara einföld útgáfa af því svo fólk næði hugmyndinni. Þá skiptir maður hverjum hóp bara í þrennt, lætur einn hóp fá heimasigur, annan jafntefli og þann þriðja útisigur. Einnig geturðu bara verið með körfuboltaleiki þar sem leikir enda aldrei með jafntefli.

Ef þið skoðið tölvupóstinn ykkar þá eruð þið að fá svona ruslpóst og þá oft með hlutabréfum, þ.e. einhver sendir hóp að eitthvað bréf hækki en öðrum hóp að sama bréf lækki, ef hann hafði rangt fyrir sér fær maður ekki aftur frá honum, en ef hann hefur rétt fyrir sér þá fær maður annan póst.

Baldur (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 15:33

6 Smámynd: William Thomas Mölller

Væntanlega hefur einstaklingurinn hugsað þetta betur út heldur en ég og baldur, eins og hann sagði við erum bara að gefa lítið dæmi, ég held að það sé gjörsamlega allgjör þvættingur að þetta hafi verið ákveðið fyrirfram og finnst fólk vera að kaupa þetta aðeins of ódýrt.

William Thomas Mölller, 16.3.2008 kl. 15:55

7 identicon

Ég held að þið ættuð að læra smávegis í tölfræði. Guðmundur Ólafsson, kallaður Lobbi, myndi segja ykkur að líkurnar á þessu séu mjög litlar. Í mínum huga er þetta nokkuð ljóst og ekki minnst ef veðbankarnir hafa ekki viljað taka við veðmálum. Skellið ykkur í tölfræði til Lobba áður en þið segið að það sé ekkert mál að giska á þetta.

Fyrrverandi Lobbanemandi (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 20:28

8 identicon

Áhugavert nokk að tvö ríkustu liðin, Man Utd og Chelsea, fá lægst skrifuðustu liðin af þeim 8 sem eftir eru..

Reynir Ver (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 20:53

9 identicon

Lobbanemandi: Þú ert ekki að lesa það sem er verið að segja - það er vandamál að giska á þetta ef maður hefur bara eitt gisk en það er ekkert mál að gefa sér endalaust mörg gisk með ofangreindum aðferðum.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 22:10

10 identicon

Á meðan ég man þá gerði Derren Brown góðan þátt um þetta kerfi sem heitir einfaldlega "The System" - þar giskaði hann á marga marga veðhlaupahesta í röð og var kominn yfir í líkur sem voru vægast sagt stjarnfræðilega litlar. Trikkið var bara að vera með nógu marga í upprunalega hópnum og skera hann niður í hvert sinn sem einhver fær ranga niðurstöðu.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 22:12

11 Smámynd: William Thomas Mölller

Lobbanemandi: Það eru engar líkur, hann getur sett þetta upp svo að hann hitti 100% í einum þræði á rett svar.

William Thomas Mölller, 16.3.2008 kl. 22:25

12 identicon

Ekki nennti ég nú að rifja upp tölfræðina sem mér var kennd nýlega, en ég las mig til um að líkurnar á að þessi dráttur hafi farið svona séu 1/105 eða 0.95%, sem mér finnst jafnframt trúverðugt.

Náunginn sem sendi þetta inn á þetta spjallborð er fastagestur þarna með > 2500 pósta, að sjálfsögðu eru póstarnir ekki allir í þessum dúr því að þá hefði löngu verið búið að sparka honum þaðan út.

Okei, þessi "the system" aðferð er einföld sem slík og vel getur verið að þetta sé eitthvað þannig, en hvernig er þá viðkomandi að hagnast á þessu miðað við vinnuna sem í þetta fer? Og hvers vegna dettur honum skyndilega í hug að gera þetta eftir að hafa sent inn 2500 pósta inná þetta spjallborð? Vel getur verið að einhver hafi stolið accountinum hans og sé að einhverju svona mass-guessing dæmi um allt, en þá kemur aftur upp spurningin um hagnað m.v. vinnu.

Ég hvet til gagnrýnnar hugsunar en... þið hljótið nú að vera sammála mér um að þetta sé nú svolítið undarlegt?

krummi (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 22:32

13 Smámynd: William Thomas Mölller

Krummi: Af hverju hrópaði hann úlfur? Það er enginn að neita því að þetta er magnað og mér finnst þetta frekar merkilegt hjá honum, en mér finnst það líka merkilegt þegar það ert gert við mig spilagaldur.. Ég einfaldlega kaupi það bara ekki að UEFA ein virtasta stofnun í íþróttum sé að "rigga" dráttinn. Og líka það að þetta er sýnt í beinni, og hvað varðar að veðbankarnir lokuðu á veðmál er ekkert nýtt, þarf ekki mikið til þess að það sé gert. Ég ef mikla trú á því að það sé frekar eitthvað svona "kerfi" á bakvið þetta, og hvað varðar það að hann sé búinn að setja inn 2500 pósta þarna gerir þetta enn líklegra, gæti ekki bara verið að hann sé stjórnandi þarna og hann hafi skrifað þessa 7 pósta sem hann hefði þurft til þess án þess að birta þá og svo eftir dráttinn birt þann rétta?

 En ég tek öllu með opnum huga og þetta þykir mér mjög undarlegt en eins og ég segi þetta er bara mín skoðun og það verður gaman að sjá hvað kemur útúr rannsókninni sem mun líklega fara í gagn.

William Thomas Mölller, 16.3.2008 kl. 23:16

14 Smámynd: Haukur Nikulásson

Er ég eitthvað að misskilja þetta? Ég fæ út að það séu 28 möguleikar í þessari stöðu með 8 lið. Skv. því þarf aðeins að setja in 28 fullyrðingar (ágískanir) í þessu máli til að vera öruggur um að hafa eina rétta. Ég er ekki góður í stærðfræði, það má hver sem er leiðrétta þetta með rökum.

Haukur Nikulásson, 16.3.2008 kl. 23:30

15 identicon

Eftir á að hyggja fannst mér 28 mun líklegri tala en 105 þannig að ég lagði það á mig að rifja upp gamla nCr() reiknivélafallið sem staðfesti þennan grun minn. Það er sumsé rétt hjá Hauki, það er hægt að setja þetta saman á 28 mismunandi vegu. Það breytir reyndar frekar miklu, en annars er ég á allan hátt sammála þér William, mér finnst mjög hæpið að virt stofnun eins og UEFA sé að "rigga" þennan drátt.

krummi (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 23:49

16 Smámynd: William Thomas Mölller

Ég taldi 27.. vantar 2 fyrir framan 7-ið mitt þarna i athugasemdinni, en ég held að það sé 27 frekar en 28 þar sem að liðin geta ekki spilað á móti sjálfu sér, en ég er heldur enginn prófessor, ég held bara að punkturinn sé að það er ekki hægt að afsanna það að þetta hafi verið eitthvað "kerfi".

William Thomas Mölller, 16.3.2008 kl. 23:51

17 identicon

Það eru raunverulega 105 möguleikar í stöðunni, eins og krummi sagði að ofan en leiðrétti svo. Við þurfum að velja í fjórar viðureignir; fyrst veljum við 2 lið af þessum átta til að mætast í fyrstu viðureigninni, síðan 2 af þeim sex sem eftir eru til að mætast í annarri viðureigninni, þar næst 2 af þeim fjórum sem eftir eru til að mætast í þriðju viðureigninni og síðasta viðureignin er þá sjálfvalin. Það fyrsta má gera á 8C2 vegu, annað á 6C2 vegur, þriðja á 4C2 vegu og síðasta er sjálfvalið (þ.e. það má velja á 1 veg). Síðan þarf að deila með 4! því við tökum ekki tillit til röðunar á viðureignunum, þ.e. hvaða tvö lið verði fyrst dregin saman, hvaða tvö lið næst o.s.frv. Heildarfjöldi möguleika er því 8C2 * 6C2 * 4C2 * 1 / 4! = 105. Hérna nota ég svokallaðan tvíliðustuðul nCq (n yfir q) sem táknar heildarfjölda q-staka hlutmengja sem velja má úr n-staka mengi og er skilgreint með nCq = n!/(q!(n-q)!) (þetta er táknað með nCr á flestum reiknivélum held ég).

Svarið sem þið hafið fengið hérna að ofan, 28, er raunverulega útkoman úr 8C2 þ.e. fjölda möguleika á að velja 2 lið úr þessum átta liða hópi. 28 er heildarfjöldi möguleika sem við getum fengið á fyrstu viðureigninni þ.e. hvaða 2 lið dragast fyrst saman en þá á eftir að draga í hinar þrjár viðureignirnar.

Skv. þessari aðferð hefði maðurinn s.s. þurft að skrá sig inn á 105 spjallborð og sett einn af þessum möguleikum inn á hvert þeirra. Auðvitað er það alveg mögulegt en ég held að fólk hefði verið búið að þefa það uppi núna ef eitthvað slíkt hefur átt sér stað, fyrir utan það að þetta hefði krafist mjög mikillar þolinmæði af viðkomandi.

Tómas (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 00:00

18 Smámynd: William Thomas Mölller

Ok flott að það er komin einhver með réttar tölur hér, en hann giskaði ekki hvaða lið myndu mætast hvort öðru i réttri röð, eða ertu ekki að reikna það inní þetta hjá þér eða er ég að miskilja þig tómas.

William Thomas Mölller, 17.3.2008 kl. 00:08

19 identicon

Ég var að fara inn á nokkur bbs kerfi og tala við kunnuga og mér sýnist ekki annað en að það sé MJÖG einfalt að feika svona ef maður er admin og gjörsamlega barnaleikur ef maður er með spes "owner" status. Ætli það sé ekki líklegast í stöðunni: að einhver með góðan aðgang að kerfinu hjá þessum gaurum hafi feikað þetta til að fá fleiri til að heimsækja síðuna? Það hafa svo sannarlega margfalt fleiri farið inn eftir að þetta kom upp en var venjan áður.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 00:24

20 identicon

Ég er reyndar að fara í gegnum þráðinn núna, þetta er listalega vel gert ef allt er feikað...

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 00:30

21 identicon

Nei, þetta er ekki háð neinni röð William. Ef hann hefði giskað á dráttinn í réttri röð, þ.e. giskað rétt á hvaða lið kæmu fyrst upp úr dráttinum, hvaða lið næst o.s.frv. hefðu líkurnar á því verið 1/2520 og ef hann hefði í ofanálag giskað rétt á hvort liðið fengi "heimaleikjaréttinn" hefðu líkurnar á því verið 1/40320.

1 2 | 3 4 | 5 6 | 7 8
1 2 | 3 4 | 5 7 | 6 8
1 2 | 3 4 | 5 8 | 6 7
1 2 | 3 5 | 4 6 | 7 8
1 2 | 3 5 | 4 7 | 6 8
1 2 | 3 5 | 4 8 | 6 7
1 2 | 3 6 | 4 5 | 7 8
1 2 | 3 6 | 4 7 | 5 8
1 2 | 3 6 | 4 8 | 5 7
1 2 | 3 7 | 4 5 | 6 8
1 2 | 3 7 | 4 6 | 5 8
1 2 | 3 7 | 4 8 | 5 6
1 2 | 3 8 | 4 5 | 6 7
1 2 | 3 8 | 4 6 | 5 7
1 2 | 3 8 | 4 7 | 5 6

Með þessu er ég að reyna að sannfæra ykkur um að 105 sé rétt. Þarna eru 15 möguleikar á viðureignunum fjórum þar sem ég geri eingöngu ráð fyrir að lið 1 og 2 mætist. Eins og ég teikna þetta geri ég líka ráð fyrir að 1 og 2 mætist alltaf fyrst en það skiptir engu máli enda er sérhver þessara 15 lína ólík hinum þ.e. aldrei gerist það að allar fjórar viðureignirnar eru eins í tveimur mismunandi línum. Hugsum okkur nú að ég geri aðra svona töflu þar sem ég læt 1 og 3 mætast fyrst. Þá get ég aftur fengið 15 mismunandi möguleika á viðureignunum fjórum (með nákvæmlega sama hætti og að ofan) og við getum jafnframt verið viss um að sérhver af þessum 15 möguleikum er ólíkur öllum í töflunni að ofan því lið 1 og 3 mætast ekki í neinum af þeim. Þarna erum við strax komin með 30 möguleika og höfum ekki gert ráð fyrir neinni röð. Síðan búum við til töflu með 1 4 í fremsta dálki, síðan 1 5, 1 6, 1 7 1 8. Allar þessar töflur eru mismunandi með framangreindum rökum og innihalda allar 15 möguleika. Töflurnar eru augljóslega 7 talsins (1 2,1 3,1 4,1 5,1 6,1 7,1 8) svo heildarfjöldi möguleikar er 7 * 15 = 105.

Þetta var ekki eins formlegt og fyrra svarið mitt en ætti að sannfæra ykkur um að það sé rétt

Tómas (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 00:31

22 identicon

1/7 * 1/5 * 1/3 = 1/105

Sindri (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 10:04

23 identicon

Áhugavert nokk að tvö ríkustu liðin, Man Utd og Chelsea, fá lægst skrifuðustu liðin af þeim 8 sem eftir eru..

Reynir Ver

Þú ert að grínast ef þér finnst Roma vera látt skrifað lið. Schalke er lægra sett lið heldur en Roma sem vann sigursælasta lið meistaradeildarinnar: Real Madrid og hefur verið að spila vel uppá síðkastið.

Bjarki (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

William Thomas Mölller
William Thomas Mölller
Að ganga i 21, fjarskiptafulltrúi, músíkani og hress kappi!

Spurt er

Hver vinnur Meistaradeildina?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • JZ783S

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband